Markmiðadrifin markaðsráðgjöf og verkefnastýring
Við hjálpum fyrirtækjum að skipuleggja, forgangsraða og hrinda í framkvæmd markaðsaðgerðum sem skila raunverulegum og mælanlegum árangri. Með faglegri verkefnastýringu, stefnumótandi hugsun og skapandi nálgun tryggjum við skilvirkni sem auðveldar fyrirtækjum að ná markmiðum sínum.
Um Rúnar Hreinsson
Rúnar stýrði markaðsmálum hjá Heklu bílaumboði í meira en áratug, þar sem hann sá um markaðssetningu fyrir öflug alþjóðleg vörumerki á borð við Audi, Volkswagen, Škoda og Mitsubishi. Þar áður vann hann að markaðsmálum fyrir fjölbreytt fyrirtæki og verkefni í ólíkum atvinnugreinum.
Menntun og bakgrunnur Rúnars á rætur í kvikmyndagerð; hann útskrifaðist frá London Film School og starfaði í 17 ár hjá Sagafilm við framleiðslu á auglýsinga- og heimildamyndum. Þessi reynsla mótar skapandi nálgun hans á markaðsstarf, frásagnartækni og framleiðslu á áhrifaríku efni.